- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Thelma Steimann er íslenskur prjónahönnuður og garnframleiðandi sem rekur fyrirtækið Thelma Steimann frá Kaupmannahöfn, þar hannar hún prjónauppskriftir og handlitar garn út frá vistvænum sjónarmiðum.
Thelma er menntaður vistvænn fatahönnuður og hefur yfir 20 ára reynslu af prjónaskap. Thelma hefur bæði unnið sem framleiðandi og prjónahönnuður fyrir dönsk tískuhús, eins og Barbara í Gongini og Monarc1. Thelma er ein af stofnendum fyrirtækisins NiTH studio sem selur handgerðar prjónavörur sem unnar eru úr garnafgöngum, vörurnar hafa vakið miklar vinsældir erlendis og eru seldar meðal annars í Selfridge Co. í London og Storm Copenhagen. Thelma yfirgaf NiTH í lok 2021 til að einbeita sér að sínu eigin fyrirtæki og heldur hún úti heimasíðunni www.thelmasteimann.com þar sem hægt er að versla bæði uppskriftirnar hennar og garnið.
Ásamt því að vera með eigin hönnun og vörur, vinnur Thelma mikið með öðrum prjónafyrirtæki og hægt er að finna uppskriftir frá Thelmu, meðal annars hjá Hipknitshop og Frisenvangen. Megináherslur Thelmu í sinni hönnun er að skapa nútímalegar hágæða prjónavörur, veita innblástur og brúa bilið milli tísku og handverks. Tilfinningarnar, vinnan og verðmætið sem sett er í eigið handverk er ómetanlegt og leiðin að vistvænni lífsstíl.