Jurtalitun

Jurtalitun fer fram í vinnustofu í bílskúr fyrir utan Kvennaskólann. Einungis er leyfilegt að nota umhverfisvæn efni. Textíllistamiðstöðin býður ekki upp á liti, plöntur eða annað efni til litunar. Stúdío hentar best listamönnum sem eru að vinna við nátturuleg efni og minniháttar verkefni, þar sem rýmið er ekki með loftræstingu né stóran vask. 

Þar má finna í litunarstudíói er:

  • Vaskur
  • Vinnuborð
  • 4 x hitaplötur
  • 1x örbylgjuofn
  • Vatnsúðuketil
  • Pottar úr metal – stór, millistærð og lítill
  • Plastbalar – lítill og stór
  • Glerkrukkur
  • Vigt
  • Eldhúsáhöld
  • Þurrkgrind
  • Stálborð

Vinsamlegast athugið: Stundum skilja aðrir listamenn eftir efni til litunar. Ekki er ábyrgð tekin á hvað er hvað og því er vissara að koma með sín eigin efni. Aftur á móti ef afgangar eru vel merktir er sjálfsagt að nýta þá. Ef listamenn eru ekki vissir eða þurfa einhverjar sérstakar úrlausnir sem ekki eru tilgreindar hér að ofan er best að senda tölvupóst fyrirfram. Textillistamiðstöðin getur samt ekki mætt öllum óskum.

Litunarstudíó. Ljósmynd: Textílmiðstöð.