Jóhanna Erla Pálmadóttir

 Jóhanna Erla Pálmadóttir útskrifaðist sem textílkennari 1988 og hefur kennt tóvinnu og úrvinnslu á ull (prjón, hekl, þæfingu og myndvefnað) síðan 1991. Jóhanna hefur m.a. kennt í valgreininni Ullariðn hjá Bændaskólanum á Hvanneyri, síðar Landbúnaðarháskólanum. Einnig hefur hún kennt tóvinnu víða um land. 

Jóhanna er verkefnastjóri hjá Textílmiðstöð Íslands, sinnir Ós Textíllistamiðstöð og  ýmsum verkefnum sem tengjast íslensku ullinni. 
Jóhanna er sauðfjárbóndi og vinnur að mestu úr sinni eigin ull.
 
//
 

Jóhanna E. Pálmadóttir is a sheep farmer, textile teacher and project manager at the Textile Center and the founder of the
Vatnsdæla Tapestry project. She is an expert in Icelandic wool and has taught spinning, knitting, crocheing  and wool work for decades. She is very talented knitter and knits mostly from wool of her own sheep.

 
Jóhanna