Leiserskeri

Laserskeri : EPILOG FUSION PRO

Í TextílLabinu er Leiserskeri og í honum er auðvelt að færa tölvuteikningar í nákvæman skurð á ýmsum efnum, fyrir frumgerðir eða lokaútkomur. Laserskerinn er notaður til þess að brennimerkja í efni (e.raster eða engrave) eða skera í gegnum það (e.vector). Algeng efni til þess að nota í leiserskeran eru: pappír, bylgjupappír, krossviður, plexígler, leður og margar tegundir af textíl. Stærð flatar: 500 x 800mm

Hafa í huga:

MDF inniheldur ýmis óæskileg efni fyrir heilsuna og því forðumst við að nota það.
Aldrei fara frá laserskeranum þegar hann er í notkun. Fylgist með skurðinum og gætið þess að ekki kvikni í hlutnum sem er verið að laserskera.
Ekki nota PVC plast eða nylon því þá koma eiturgufur sem skaða fólk og laserskera.
Ekki nota hluti sem spegla leysigeislanum til baka (s.s. speglar eða málmur)
Þegar laserskerinn hefur lokið sínu verki, skal bíða í a.m.k. 30 sekúndur meðan loft frásogast frá vélinni.
Passa að lokið lokist alveg, kemur upp á skjánum, annars fer verkefnið af stað en enginn skurður eða rastering á sér stað.
Ef efi er um hvort efnið megi fara í leiserskeran, þá er best að spurja áður en farið er af stað í að skera.