CENTRINNO

Textílmiðstöð Íslands og Þekkingarsetur á Blönduósi tók þátt í stóru Evrópuverkefni; CENTRINNO undir áætluninni, Horizon 2020, ásamt Háskóla Íslands. Það hófst 1. september 2020 og lauk vorið 2024. CENTRINNO stendur fyrir New CENTRalities in INdustrial areas and engines for inNOvation and urban transformation. Þátttakendur voru 26 stofnanir og fyrirtæki í níu löndum, þar á meðal WAAG and Metabolic Institute í Amsterdam, Volumes og Sony CLS in París, IAAC í Barcelona, Danish Design Center í Kauphannahöfn, FabLab ZagrebTallinn University of Technology og WeMake í Milan. Verkefnið var stýrt frá Mílanóborg. CENTRINNO hlaut 8,2 milljón evra styrk (1,3 milljarður ISK) úr Horizon 2020 áætlun Evrópusambandsins. 

Eitt af markmiðum okkar í verkefninu var að þróa Textílmiðstöðina og búa til tilraunasmiðju fyrir frumkvöðla og vekja athygli á tækifærum til nýsköpunar, menntunar og framleiðslu á sviði textíls. TextílLab Textílmiðstöðvarinnar var opnað 21. maí 2021. 

Fleiri upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnsins: https://centrinno.eu

    Alþjóðlegt samstarfsverkefni og uppbygging textíls á Blönduósi |  Textílmiðstöð Íslands