Skilmálar

Skilmálar þessir gilda um kaup á vöru á vefnum https://www.textilmidstod.is sem er í eigu Textílmiðstöðvarinnar Íslands, kt. 460712-0410 og Textíllistamiðstöðvar Ós, kt. 680405-1150, heimilisfang Árbraut 31, 540 Blönduósi, í skilmálum þessum nefnd Textíllistamiðstöð. Um er að ræða sjálfseignarstofnun staðsett í Kvennaskólanum á Blönduósi. Tilgangur stofnunarinnar er að skapa vinnuaðstöðu fyrir fræða- og listamenn á sviði textíls, miðla þekkingu til almennings og vinna að samstarfsverkefnum við atvinnuuppbyggingu, samfélagsþróun og þróun í ferðaþjónustu í tengslum við textíl, menningu og sögu svæðisins. 

Skilmálarnir skilgreina réttindi og skyldur Textíllistamiðstöðvar annars vegar og kaupanda vöru hins vegar. „Söluaðili“ er stofnun eða fyrirtæki sem býður vöru eða þjónustu til sölu á textilmidstod.is. „Kaupandi“ er einstaklingur sem er aðili samnings en stundar ekki viðskipti eða aðra athafnastarfsemi, þ.e. einstaklingur sem kaupir vöru eða þjónustu í skilningi laga um neytendakaup. Verð á vefverslun eru birt með fyrirvara um innsláttarvillur, prentvillur og myndvillur.

Frágangur viðskipta
Með greiðslu staðfestir kaupandi að hann þekki gildandi skilmála Textíllistamiðstöðvar. Hver kaup eru bindandi fyrir kaupendur samkvæmt skilmálum og skilyrðum Textíllistamiðstöðvar. Við notum þjónustu Teya við greiðsla á netinu. Hægt er að borga með eftirfarandi greiðslukortum. Þegar kaupandi staðfestir kaup á textilmidstod.is er heimild fengin fyrir viðkomandi upphæð. Teya hefur vottun samkvæmt ISO/IEC 27001 staðli um upplýsingaöryggi. 

Afhendingaskilmálar
Staðfesting á kaup á vöru og þjónustu á www.textilmidstod.is eru send í tölvupósti um leið að kaup eru frágengin. 

Endurgreiðsla
Við endurgreiðum miða á Prjónagleði - Iceland Knit Fest allt að 4 vikum fyrir hátíðina.  Ef námskeið eða fyrirlestur er fellur niður er eigendum miðanna boðin endurgreiðsla eða sæti á annað námskeið. Ef keyptur miði er áframseldur með fjárhagslegum hagnaði fyrir einhvern annan en aðila sem tengist viðburði beint, áskilur Textíllistamiðstöð sér rétt til þess að ógilda miðann. Við tökum ekki ábyrgð á óþægindum sem gætu hlotist vegna falsaðra eða afritaðra miða. Dagsetning og tímasetning viðburða gæti breyst með stuttan fyrirvara.

Trúnaðarupplýsingar
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Um meðferð allra persónuupplýsinga fer í samræmi við lög nr. 77/2000 um persónuvernd. Persónuupplýsingar eru geymdar í gagnagrunni textilmidstod.is. Aðeins eigendur og umsjónaraðilar vefsins hafa aðgang að þeim og utan þess sem krafist er til að koma á viðskiptum milli söluaðila og viðskiptavina síðunnar eru þær aldrei veittar þriðja aðila. Öll vinnsla kreditkortanúmera á textilmidstod.is er dulkóðuð og fara þær upplýsingar í gegnum heimasvæði Teya. 

Úrvinnsla gagna fer fram svo lengi sem kaupandi lýsir ekki andstöðu sinni við meðferð upplýsinganna. Ef kaupandi óskar eftir að koma athugasemdum um meðhöndlun persónuupplýsinga á framfæri eða óskar eftir að persónuupplýsingum sínum verði eytt úr grunninum, skal athugasemdum komið til okkar í tölvupósti á textilmidstod@textilmidstod.is eða síma 452 4030 eða bréflega á heimilisfang Textíllistamiðstöðvar, heimilisfang Árbraut 31, 540 Blönduós.