TextílLab

Fyrsta stafræna textílsmiðjan á Íslandi, TextílLab á vegum Textílmiðstöðvarinnar, var formlega opnuð á Þverbraut 1 á Blönduósi þann 21. maí 2021.

Textílsmiðjan er útbúin stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu, eins og vefnaði, prjóni, þæfingu og útsaumi. Þegar hefur verið fjárfest í stafrænum vefstól, prjónavél og útsaumsvél, nálaþæfingarvél, auk leiserskera og vínylprentara.

Hægt er að hafa samband við okkur (textilmidstod@textilmidstod.is) ef þið hafið áhuga að nota aðstöðina eða ef spurningar vakna.