Aðalvinnustofa

Vinnustofan er staðsett á annari hæð Kvennaskólans. Þar er aðgengilegt 7m vinnuborð, hillupláss, nokkur minni borð og vaskur.

Annað sem má finna í stofunni er: 

  • 3x saumavélar (Husquarna / Viking)
  • 3x straujárn og straubretti 
  • 2x rokkar & hesputré
  • 1x rigid heddle loom 60 cm.

Hægt er að nálarþæfa í þessari vinnustofu en við blautþæfingu er mælt með að listamenn nýti sér jurtalitunastofu í bilskúrnum fyrir umfangsmeiri verkefni sem krefjast mikils vatns eða vinnupláss. Textíllistamiðstöðin býður ekki upp á efni til þæfingar s.s. bóluplast eða sápu. 

Aðalvinnustofa. Ljósmynd: Textílmiðstöð.