- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
,,Wool in the North“ 2021 - 2023: Textílmiðstöðin leiðir NORA verkefnið ,,Wool in the North" sem er samstarfsverkefni við Færeyjar (Búnaðarstovan Faroe Islands), Grænland (Innovation South Greenland), Noreg (Sommerakademiet) og Skotland um ferðamennsku tengda ull og allt sem henni viðkemur. Markmið verkefnisins er að þróa sjálfbæra ullar- og textílferðamennsku í þátttökulöndunum og auka með þeim hætti verðmæti ullar. NORA veitti verkefninu fullan styrk árið 2021 og svo aftur árið 2022. Árið 2021 fór í það að setja upp og gera tillögur að ferðapökkum í löndunum fjórum og í því sambandi að safna í gagnagrunn og kortleggja hagaðila tengda ull sem tekið gætu þátt og nytu góðs af verkefninu sem slíku. 2022 hittist hópurinn í Noregi, á Grænlandi og í Færeyjum. Ferðir eiga að byggjast á þekkingarmiðlun og fræðslu um allt sem viðkemur ull, ullarbúskap, ullarvinnslu, handverk, listsköpun úr ull, sögum tengdum ull o.s.frv. Þær eru settar upp í anda ,,slow tourism” og lögð áhersla á að gestir kynnist heimafólki og nærsamfélaginu í gegnum ullina. Myndband um verkefnið sem lýkur árið 2023 má sjá hér.
,,Fiber Focus" 2023: “Wool as a shared Cultural heritage and Art”. Sommerakademiet og Textílmiðstöð Íslands hlutu styrk fyrir verkefnið “Fiber Focus” frá Kulturdirektoratet Norsk-islandsk kultursammarbejd. Síðan frá landnámi hafa bæði íbúar Noregs og Íslands verið bundin sterkum böndum. Sauðfé og ull er meðal annars þess sem löndin eiga sameiginlegt. Í verkefninu ,,Fiber Focus” verður unnið að því að kynnast því sem er sameiginlegt á sviði verkþekkingar í textíl og sögu landanna og deila þekkingu. Áherslan sett á ull og tæknilega úrvinnslu aðferðir á ullinni og miðla sameiginlegum sögum, þróa hönnun og skipuleggja námskeið í hvernig maður nýtir ullina í dag í báðum löndum. Verkefnið byrjaði í lok mars 2023 með því að lista/handverksfólk og fræðimenn komu frá Noregi og deildu kunnáttu sinni. Í september 2023 fóru svo lista/handverksfólk og fræðimenn frá Íslandi til Noregs.
,,Heldurðu Þræði" 2022-23: Háskóli Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands buðu upp á endurgjaldslaust nýsköpunarnámskeið sem tengist textílvinnslu hér á landi í tengsl við CENTRINNO. Það var hugsað fyrir þau sem vilja hrinda viðskiptahugmynd í framkvæmd, vildu hefja eigin rekstur með áherslu á textíl eða voru í atvinnurekstri og vildu auka rekstrarþekkingu sína og kennt bæði haustið 2022 og vorið 2023. Þann 13. maí 2023 lauk seinni námskeið í TextílLabinu á Blönduósi. 45 mismunandi verkefni voru skráð á námskeiðin, frá öllu landinu, samtals 60 þátttakendur. Sumir mættu á eitt til tvö námskeið en það voru sex verkefni kláruðu og kynntu fyrir dómnefnd. Sem dæmi voru verkefni sem tendust textíl úr hampi, ull, band úr heybaggaþráðum, pappírsgerð, klæðaverslun úr umhverfisvænum efnum, upplifunarferðamennsku um að bjóða ferðamanninum á vinnustofu eða fræðslu um ullina, byggingarefni úr ull, afurð fyrir náttúrulega litun. Þrjú verkefni urðu hlutskörpust í fjárfestingakynningum og þau voru: