Heimavist í Kvennaskólanum

Svefnherbergin í Kvennaskólanum eru á annari hæð hússins. Hver og einn hefur sitt eigið herbergi. Herbergin hafa annað hvort útsýni til suðurs yfir ána Blöndu eða til norðurs með útsýni yfir bæinn Blönduós. Hvert herbergi hefur rúm, einn stól, lítið borð og skáp. Sængurföt og handklæði eru á staðnum. 

Allir íbúar deila litlu eldhúsi á annari hæð en þar eru tveir ísskápar, eldavél, uppþvottavél og örbylgjuofn ásamt venjulegum eldhúsáhöldum. Einnig er þar búrskápur sem hægt er að nýta til geymslu á matvælum. Handan gangsins á móti eldhúsinu er borðstofa.

Íbúar listamiðstöðvarinnar deila með sér þremur baðherbergjum með tveimur sturtum á hæðinni. Í kjallaranum er þvottahús með þvottavél, þurrkara og þurrkgrind. Notkun á tækjunum og þvottaefni eru innifalin í leigunni.