Verkefni í vinnslu

THREADs 2024–2027: „Textile and Habiliment Reuse for the Environment and NPA Area Development“ er samstarfsverkefni styrkt af INTERREG. Meðal samstarfsaðila eru Kajaani háskólinn í Finnlandi, sem leiðir verkefnið, Háskólinn í Borås, Luleå Miljöresurs AB (Svíþjóð), Western Development Commission og Technological University of the Shannon (Írland), Remiks Husholdning AS (Noregi) og Textílmiðstöð Íslands. Verkefnið ber yfirskriftina „Frá hönnun til förgunar“ og beinist að textílúrgangi – hvernig söfnun hans fer fram, hvað verður um úrganginn og hvernig hægt er að endurvinna og endurnýta hann. Sérstök áhersla er lögð á vistvæna textílhönnun og leiðir til að draga úr umhverfisáhrifum textílvinnslu og förgunar. Markhópar verkefnisins eru hagsmunaaðilar í úrgangsstjórnun, neytendur, hönnuðir, handverksfólk, kennarar og fyrirtæki. Textílmiðstöð Íslands mun koma að gagnasöfnun um textílsorp, söfnun og nýtingu þess hér á landi, ásamt því að skipuleggja kynningarviðburði og vinnustofur í TextílLab. Upphafsfundur verkefnisins var haldinn á Blönduósi í lok október 2024 og vinnufundur í Borås, Svíþjóð í febrúar 2025. Heimasíðu verkefnisins: www.interreg-npa.eu/projects/threads/home/

-------------------------------------------------------

Tracks4Crafts 2023-2026: Samstarfsverkefni sem hlaut styrk úr Horizon 2022 áætlun Evrópusambandsins. Heildarstyrk til Textílmiðstöðvarinnar er 32 milljónir. Að verkefninu standa 16 stofnanir, þar að meðal University of Antwerpen, University Paris I Panthéon-Sorbonne, Association of European Open Air Museums og World Crafts Council Europe. Verkefnið snýst um að þróa nýjar viðskiptahugmyndir með frumkvöðlum og tengja saman menningararfinn og stafrænar aðferðir. Þátttaka Textílmiðstöðvarinnar beinist sérstaklega að prjóni og útsaumi. Kick-Off fundur var haldinn í Antwerpen í lok mars 2023. Heimasíðu verkefnisins: www.tracks4crafts.eu/

Tracks4Crafts: a Horizon EU for the transmission of Traditional Crafts  Knowledge – Artex Centro per l'Artigianato Artistico e Tradizionale della  Toscana

------------------------------------------------------

Nordic Wool Initiative (2024-2025): Norræna ullaátakið einblínir á þróun virðiskeðjunnar – frá endurnýjandi búskap og vinnslu í Norðurlöndunum til hagnýtingar á mismunandi tegundum ullar í raunverulegum notkunartilfellum. Heimasíðu verkefnisinswww.nordicinnovation.org/programs/nordic-wool-initiative

Nordic Innovation

 -----------------------------------------------------

„Uppbygging TextílLabs og -Klasa á Norðurlandi vestra“: Textílmiðstöð Íslands hlaut styrk úr Lóu - nýsköpunarstyrk á landsbyggðinni til verkefnisins í samstarfi við SSNV, BioPol á Skagaströnd, FabLab Sauðárkróki og Ístex árið 2021. Tilgangur klasasamstarfsins að skapa öflugt vistkerfi fyrir hagaðila í textíl af öllu landinu. Boðað var til opins fundar um mótun samstarfs um Textílklasa í janúar 2022. 

Skýrslan „Íslenski textílklasinn – þverfaglegt samstarf um eflingu textílframleiðslu á Íslandi“ var unnin fyrir Textílmiðstöð Íslands árið 2025 og fjallar um stöðu textíliðnaðarins hér á landi. Hún byggir á undirbúningsvinnu sem Textílmiðstöðin hafði áður hlotið styrk til, en í þessu skrefi bættust við djúpviðtöl við 18 aðila sem gætu orðið klasafélagar, greining á efnahagslegum umsvifum textíliðnaðar á Íslandi og svokölluð demantagreining sem styðst við fræði Michael Porter um klasastarfsemi. Demantagreiningin metur hvort forsendur séu til staðar til að mynda klasa á tilteknu sviði og á ákveðnum stað. Skýrsluna má finna hér:

Mótun textílklasa hafin á Íslandi | HANDVERK OG HÖNNUN