- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Sigurlaug Hauksdóttir, býr á Dalvík með eiginmanni á eftirlaunum, hún á þrjá syni, tvo sonarsyni og einn í bónus.
Sigurlaug hefur prjónað frá því að hún var barn, en hún lærði reyndar að hekla fyrst og heklaði heila tískulínu fyrir Skippy dúkkuna sína. Hún prjónaði í mest af fingrum fram til að byrja með, eða þangað til norskt garn og garnuppskriftir fór að fást í kaupfélaginu í heimabæ hennar á Ísafirði, en þá fór hún að prjóna tvíbanda af miklum móð. Þar sem móðir Sigurlaugar var blessunarlega löt og sagði henni að gera bara hlutina sjálf þá hefur hún opnað allar sínar peysur sjálf frá upphafi, setti í ermar og klippt niður hálsmál, fyrst á norsku peysunum og síðan á öllum þeim peysum sem eftir hafa komið. Sigurlaug er nokkuð nýlega farin að skrifa niður uppskriftirnar sínar.