Námskeið í endurvinnslu og útsaumi haldið í Textílmiðstöð Íslands!
Laugardagurinn 8. febrúar, kl. 10:00 - 12:00 og aftur kl. 13:00 - 15:00 &
Sunnudagurinn 9. febrúar, kl. 10:00 - 12:00 og aftur kl. 13:00 - 15:00
Námskeiðið er fyrir alla sem áhuga hafa á að endurnýta textíl sem liggur og er engum til gagns lengur.
Kennarar: Gunnlaug Hannesdóttir og Berglind Ósk Hlynsdóttir
Námskeiðsinnihald: Gunnlaug og Berglind halda námskeið í endurhugsun og endurvinnslu á textíl borðbúnaði. Servíettugerð þar sem unnið verður með aðferðir á borð við frjálsan útsaum, prjón og þæfingu í ónýttan bómullartextíl. Servíettur eru tiltölulega auðveldar fyrir allskonar útfærslur og er skemmtileg lokaafurð sem lífga mun upp á matarborðið.
Hvað er á staðnum: Allskonar gúrme efni verður á staðnum sem kennararnir hafa sankað að sér.
Koma með: Þátttakendur eru hvattir til að koma með hvaða ónýtta efnivið sem leynist á heimilinu fyrir verkið. Alls kyns textíl tengt efni sem ekki hefur hlutverk, nálar, skæri, heklunálar og prjóna ef hugurinn fer þá leið að slík verkfæri séu nauðsynleg.
Nauðsynleg kunnátta: Ekki skilyrði
Tungumál: Íslenska
Námskeiðsgjald (gisting innifalin) 46.000.-