- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Prjónagleðin er prjónahátíð sem haldin hefur verið á Blönduósi síðan 2016. Prjónahátíðin á Fanø í Danmörku er fyrirmynd Prjónagleðinnar en sú hátíð hefur verið haldin árlega síðan 2005.
Prjónagleðin á Íslandi er byggð upp á fjölbreyttum námskeiðum með úrvalskennurum, fyrirlestrum og prjónatengdum viðburðum. Glæsilegt markaðstorg er stór hluti af hátíðinni þar sem handlitarar, smáspunaverksmiður, handverksfólk og verslanir með garn og prjónatengdan varning selja fjölbreyttar freisingar fyrir prjónafólk.
ÁRIÐ 2025 hefur Húnabyggð umsjón með skipulaginu - endilega hafið samband við hunabyggd@hunabyggd.is!