Í þessari viku (18.-23. nóvember) eru 7 nemendur frá textíldeild Myndlistarskólans í Reykjavík hjá okkur í TextílLabi Textílmiðstöðvarinnar. Með þeim fylgja tvær kennarar. Þau hafa haft tækifæri til að læra og prófa sig áfram við að vinna á sérhæfðum textílbúnaði sem er til staðar. Vinsælust eru Tc2 tölvuvefstólinn, nálarþæfingarvélin, flosbyssurnar og tölvuvædda útsaumsvélin. Nemendur hefur þótt dvölin lærdómsrík og það er frábært að heyra að þau eru ákveðin í að koma aftur og nýta sér aðstöðuna!