Textíl-Akademía

Alberte H. Bojesen, Ariane Lugeon, Margrét Katrín Guttormsdóttir, Emma Shannon, Louise Massacrier og…
Alberte H. Bojesen, Ariane Lugeon, Margrét Katrín Guttormsdóttir, Emma Shannon, Louise Massacrier og Alice Sowa (vinstri til hægri).

Fabric Academy - Textíl Akademía er samstarfsnet Textílsmiðja víða um heim með áherslu á innleiðingu nýrrar tækni við vinnslu textíls. Námið er þverfaglegt og skiptist í tvo megin þætti; námskeið með (net)fyrirlestrum frá september til desember og sjálfstætt rannsóknarverkefni með leiðsögn frá janúar til mars.

Í náminu er lögð áhersla á nýjar leiðir við að skapa, framleiða og dreifa textíl og tískuvörum með því að byggja upp innviði til rannsókna, nýsköpunar og sömuleiðis þekkingarnet sem byggir á hugvits drifinni hönnun, framleiðslu og vörudreifingu. Í samstarfi við helstu sérfræðinga á hverju sviði fá þátttakendur tækifæri til að rannsaka hvernig textíll og tískuiðnaðurinn geta hagnýtt sér nýja tækni, aðferðir og viðskiptamódel.

Fyrirkomulag námsins er staðbundið dreifnám. Nemendur læra að vinna með jafningjum, mentorum og hafa aðgengi að góðri nútímalegri vinnuaðstöðu, aðallega í TextílLab á Blönduósi og einnig í FabLab Sauðárkrókur og BioPol á Skagaströnd. Nemendur eru jafnframt tengdir inn í alþjóðlegt umhverfi þar sem þekkingu og reynslu er deilt með gagnvirkum hætti.

Nemendur okkar eru fimm samtals og dvelja á Blönduósi meðan á námi stendur. Umsjónarmaður Textíl-Akademíunnar er Louise Massacrier. 

Við bjóðum Alberte H. Bojesen, Ariane Lugeon, Margrét Katrín Guttormsdóttir, Emma Shannon og Alice Sowa velkomna til okkar!