- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Átta textíllistamenn víðsvegar að úr heiminum erum samankomnir á Blönduósi í mánaðardvöl í ágúst 2021.
Vefarar, litarar, prjónarar og sjónlistamenn frá Kanada, Bandaríkjunum, Hollandi, Chile og Ítalíu bjóða ykkur að koma og skoða tveggja daga „pop up” sýningu.
Listaverkin eru innblásin af íslensku umhverfi, menningu og sögu og verða til sýnis í húsnæði textíllistamiðstöðvar í Kvennaskólanum, sem nú heitir ÓS Textíllistamiðstöð (Árbraut 31) og TextílLab (Þverbraut 1).
Einnig verður ,,Þráðhyggja” kynnt, verkefni sem snýst um að lengja líftíma textíls og endurnýtingu með þekktum íslenskum aðferðum, unnið af hönnuðunum Sólveig Hansdóttir og Berglind Ósk Hlynsdóttir. Verkefnið er styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna og unnið í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands og Listaháskóla Íslands.
Opið frá 11 - 18 báða daga. Boðið verður uppá léttar veitingar á sunnudaginn á milli 16-18!