Ráðherra í heimsókn

Guðbjörg Þ. Stefánsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Textílmiðstöð þann 14.9.2020. 
Mynd: T…
Guðbjörg Þ. Stefánsdóttir og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir í Textílmiðstöð þann 14.9.2020.
Mynd: Textílmiðstöð Íslands.
Þann 14. september kom Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra í heimsókn til okkar í Textílmiðstöð Íslands.
 
Ráðherrann sýndi starfsemi mikinn áhuga og góðar umræður sköpuðust. Eftir kynningu frá Elsu Arnardóttur forstöðumanni mátaði Þórdís Kolbrún kápu sem hönnuð og unnin var af Guðbjörgu Þóru Stefánsdóttur nemenda í Central St. Martin listaháskólanum í London. Guðbjörg hefur undanfarið unnið með Ragnheiði Björk Þórsdóttur, sérfræðingi Textílmiðstöðvarinnar, við að skrásetja vefnaðarmunstur í rafrænan gagnagrunn sem er aðgengilegur hér á heimasíðu okkar.
 
Kápan er einstök, unnin úr tveimur munstrum úr gagnagrunninum og ofin í stafrænum vefstól Textílmiðstöðvarinnar. Hún er unnin úr jurtalitaðri íslenskri ull, umhverfisvænni bómull og því alíslensk hugsmíð og framleiðsla.