Próf í Kvennaskólanum

Nú eru í gangi símatsdagar hjá Háskólanum á Akureyri og seinna í vetur mun byrja próftímabil sem stendur oftast yfir til miðjan desember.
 
Textílmiðstöð - Þekkingarsetrið á Blönduósi er samstarfsaðili Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og annast prófyfirsetu fyrir nemendur sem eru búsettir á svæðinu og stunda nám t.d við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
 
Textílmiðstöð fagnar því að geta veitt nemendum í háskólanámi tækifæri til að taka próf í heimabyggð. Við viljum benda á það að nemendur bera sjálfir ábyrgð á að skrá sig í og úr prófum og tilkynna veikindi til viðkomandi skóla.
 
Mikilvægt er að þið látið okkur vita ef þið ætlið að taka próf í Kvennaskólanum á Blönduósi (annari hæð) eða ef breytinga verða. Hægt er að hafa samband við skrifstofu eða senda tölvupóst á textilmidstod@textilmidstod.is
 
Í einstaka tilvikum geta komið upp þær aðstæður að ekki er hægt að verða við óskum nemenda um próftöku hjá okkur.
 
Vinsamlegast athugið að Textílmiðstöðin er ekki ábyrgðaraðili að náminu eða uppsetningu á prófum/tækni en viðkomandi skóla.