- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Verkefnið er að hanna og prjóna jólahúfu með snjalltækni og tengja saman hefðbundið handverk, íslenskar jólahefðir og nýja tækni. Raftextíll eru stafrænir íhlutir sem innifela m.a. rafrásabúnað sem felldur er eða saumaður í prjónlesið með tiltekna virkni, í þessu tilfelli er það jólahúfa. (Stundum er talað um snjallflíkur eða e-textíl, en með tækninni er t.d. hægt að hafa ljós í mynstri.)
Reglur:
Síðasti skiladagur er 30. nóvember 2024. Verkin skal merkja með dulnefni en nafn, heimilisfang, símanúmer og netfang látið fylgja með í lokuðu umslagi merktu dulnefninu. Móttakandi heitir fullum trúnaði við þátttakendur.
Senda skal fullunnið verk til:
Textílmiðstöðvar Íslands, Jólahúfusamkeppni; Textílmiðstöð Íslands, Árbraut 31, 540 Blönduósi
Úrslitin verða kynnt og verðlaun afhent 12. desember eða sama dag og fyrsti jólasveininn kemur til byggða. Þrjár húfur koma til með að vera verðlaunaðar:
Fyrstu verðlaun 50 þúsund - Önnur verðlaun 30 þúsund - Þriðju verðlaun 20 þúsund
Samkeppnin er haldin í samstarfi við Fab Lab Ísland. Fab Lab smiðjur er að finna víðsvegar um Ísland. Sjá staðsetningar miðstöðva á www.fablab.is Ef þú hefur áhuga á að nýta aðstöðu í Fab Lab smiðjunum fyrir verkefnið þitt, þá hvetjum við þig til að hafa samband við Fab Lab smiðjuna í þínu nágrenni. Í Fab Lab smiðjum landsins geturðu fengið aðstoð við útfærslur af stafrænum textíl sem þú þarft fyrir jólahúfuna þína.
Raftextíl námskeið má einnig finna hér: