- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Helgina 8. -10. september sl var fulltrúi Textílmiðstöðvarinnar, Svanhildur Pálsdóttir, stödd á Pakhusstrik í Kaupmannahöfn að kynna lokaafurðir verkefnisins ,,Wool of the North" ásamt samstarfsaðilum frá Færeyjum og Grænlandi. Wool of the North er samstarfsverkefni á Norður- Atlantshafssvæðinu þar sem markmið er að auka verðmæti ullar í gegnum ferðaþjónustu. Verkefnið er styrkt af NORA.
Pakhusstrik er prjóna- og garnhatíð haldin í menningarhúsi Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga á Nordatlantens Brygge.
Wool in the North var með kynningarbás á hátíðinni, þar sem ullarferðir til þátttökulandanna voru kynntar fyrir dönskum prjónurum. Dorthea Joensen hélt einnig kynningarfyrirlestur um verkefnið fyrir fullum sal af áhugasömum áheyrendum.