- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Textílmiðstöð Íslands og Myndlistaskólinn í Reykjavík hlutu styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna þann 8. mars 2019 vegna verkefnsins ,,nýsköpun í textílhönnun."
Um er að ræða hönnunar og rannsóknverkefni þar sem nemendur úr Textíldeild Myndlistaskólans í Reykjavík, fjórir samtals, vinna að hönnun á varningi upp úr gömlum textíl. Sumarið 2019 koma nemendur norður á Blönduós og vinna í Textíllistamiðstöðinni þar sem þau fá tækifæri til að skoða gömul vefnaðarmynstur og bækur þar sem ýmist er um að ræða teikningar af vefnaði, munstrum og prufum. Nemendur vinna síðan upp úr gögnum, setja munstur í nýjan búning og gera tilraunir með textíltækni.
Markmiðið er að með verkefninu fái nemendur tækifæri til að rannsaka íslenska menningar og textílarfleið, færa hana í nýtt samhengi í hönnun sína og koma með vísi að vörulínu sem síðan getur farið í framleiðslu.
Skv. Nýsköpunarsjóði námsmanna bárust alls 154 umsóknir í ár fyrir 228 háskólanema. Að þessu sinni hafði sjóðurinn um 80 milljónir króna til úthlutunar og hlutu alls 59 verkefni styrk.