Margrét Katrín Guttormsdóttir
Nýr starfsmaður tekur til starfa hjá okkur sem verkefnisstjóri og umsjónamaður TextílLabs þann 1. október. Hún heitir Margrét Katrín, er Guttormsdóttir og flytur úr borginni hingað til okkar á Blönduós til að leggja okkur lið við uppbyggingu og þróun hjá Textílmiðstöðinni.
Margrét Katrín lauk námi í vöruhönnun síðastliðið vor af hönnunarbraut við Listaháskóla Íslands og jafnframt stundaði hún nám í textílhönnun við Myndlistarskólann í Reykjavík. Þar tók hún þátt í verkefninu Nývinnsla í Textíl árið 2019 sem var samstarfsverkefni Textílmiðstöðvar Íslands og Myndlistarskólans í Reykjavík styrkt af Nýsköpunarsjóði Námsmanna og tilnefnt til Nýsköpunarverðlauna forseta Íslands. Í tengslum við verkefnið sótti hún m.a. námskeið fyrir TC2 stafrænan vefstól og kynntist um leið starfsemi Textílmiðstöðvarinnar.
Við hlökkum til að vinna með Margréti og bjóðum hana velkomna til starfa!