Námskeið í raftextíl fyrir prjónara 12 - 100 ára (12-16 komi í fylgd með fullorðnum)!
Textílmiðstöð Íslands býður upp á grunnnámskeið í raftextíl. Um er að ræða tveggja kvölda námskeið þar sem einblínt er á að samþætta rafeindatækni og prjón. Við hvetjum prjónara til að taka með sér fulltrúa yngri kynslóðarinnar til að leggja sér lið við að tileinka sér nýja tækni og miðla í leiðinni sinni þekkingu í prjóni!
Aðalatriði námskeiðsins:
Kynning á grunnatriðum raftextíls.
Læra hvernig á að innleiða LED ljós í prjón.
Taktu með þér eigin prjónaðar húfur (eða önnur prjónuð verk eins og peysur, trefla eða vettlinga).
Verð fyrir þátttöku á námskeiðinu er 2.000.- kr á einstakling, efnisgjöld eru innifalin.
Leiðbeinendur eru Emma Shannon, Surzhana Radnaeva og Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir.
Hámarksfjöldi eru 10 einstaklingar.
Dagsetning
24. september - 17:30 - 20:30
25. september - 17:30 - 20:30
Staðsetning
Textílmiðstöð Íslands, Textíllab
Þverbraut 1,
540 Blönduós