Miðvikudaginn nk. 6. október kl. 17:00 - 19:00 er námskeið í boði á vegum Ós Textíllistamiðstöðvarinnar í Kvennaskólanum á Blönduósi fyrir börn og fullorðna.
Austé Jurgelionyte-Varné er listamaður frá Litháen og styrkhafi okkar í Nordic-Baltic verkefninu. Hún mun sýna nokkrar aðferðir við að prenta jurtir á ýmis konar efni s.s. margnota poka, lampa og koddaver.
Ef veður leyfir munum við kíkja út í náttúruna og tína plöntur. Svo setjum við upp smá sýningu að námskeiðinu loknu.
Námskeið er ókeypis en áhugasamir (13 max.) eru beðnir um að skrá sig: residency@textilecenter.is eða í síma 8999271 (Katharina)