- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Nýnot fyrir gamlar íslenskar lopapeysur er viðfangsefni hönnunar- og prjónasamkeppni Prjónagleðinnar 2023.
Hin árlega Prjónagleði verður haldin á Blönduósi 9. – 11. júní 2023 og er að venju blásið til hönnunar- og prjónasamkeppni af því tilefni.
Að þessu sinni gengur samkeppnin út að að endurvinna íslenska lopapeysu og nota hana sem grunnefniðvið í nýja nothæfa flík.
Íslensku lopapeysurnar standa alltaf fyrir sínu, en þegar þær slitna eða eru ekki lengur nothæfar af einhverjum orsökum geta þær orðið spennandi efniviður í nýja hönnun og öðruvísi flík.
Nú reynir á hugmyndaugi og verkkunnáttu þátttakenda til þess að skapa nýtt úr notuðu. Reglur keppninnar og upplýsingar um skil má nálgast á heimasíðu Textílmiðstöðvar Íslands.
Dómnefnd velur 3 efstu sætin og verða úrslit kynnt á Prjónagleðinni 2023, þar sem verðlaun verða afhent. Styrktaraðilar keppninar eru Ístex, Tundra, VatnsnesYarn og Rúnalist sem gefa glæsileg verðlaun. Verkin sem taka þátt í keppninni verða til sýnis á meðan á hátíðinni stendur.
Síðasti skiladagur er 15. maí.
Nánari upplýsingar veitir Svanhildur Pálsdóttir svana@textilmidstod.is og þær má einnig finna hér á heimasíðu undir flipanum Prjónagleði.