- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Rannsóknin Fjólublár/Living Purple er hafin hjá Textílmiðstöð Íslands í samstarfi við Biopol og Ístex. Verkefnið er styrkt af Atvinnu- og nýsköpunarsjóði SSNV. Markmiðið er að skapa sjálfbært litunarferli fyrir íslenska ull og einblínir á fjólubláa litarefnisframleiðslu frá bakteríunni Janthinobacterium lividum með nýtingu úrgangsefna.
Verkefnið skiptast í tvo hluta: Fyrri hlutinn hófst í vor og er unnið hjá Biopol undir stjórn Jens Jakobs Sigurðarsonar með Franziska Körber starfsnema frá Þýskalandi. Þar er verið rannsakað bakteríuna og leitað leiða til að hámarka litaframleiðslu hennar. Það hefur gengið vel og tekist hefur að framleiða sterkan fjólubláann lit.
Áður en kemísk litun kemur til sögunnar var fjólublár litur sá dýrasti og ekki á færi sauðsvarts almúgans að klæðast honum. En kemísk litun er mjög mengandi og textíliðnaðurinn er einn mest mengandi iðnaður í heiminum og hefur hræðilegar afleiðingar fyrir umhverfið. Litun með bakteríum er hinsvegar umhverfisvæn leið.
Þáttur Textílmiðstöðvarinnar í verkefninu hófst í byrjun júní og er undir leiðsögn Margrétar Katrínar Guttormsdóttur umsjónarmaður TextílLabs og Alice Sowa starfsnema. Það snýst um að nota fjólubláan litinn til að gera tilraunir með litun á ull.
Verkefnið mun standa yfir til 31. júlí og verður spennandi að sýna lokaniðurstöður.