Við í Textílmiðstöð Íslands og samstarfsaðilar okkar í Háskóla Íslands erum nýkomnar frá Genf. Þar tókum við þátt í síðasta aðalfundi í Evrópuverkefninu Centrinno. Fundurinn var frá 25-28 september og var dagskráin margþætt. Við skoðuðum m.a. fyrrum verksmiðjur sem í dag eru nýttar undir handverk, endurvinnslu og nýsköpun auk fleiri áhugaverðra staða og enduðum á því að velta upp frekari samstarfsmöguleikum. Sérstakar þakkir fá samstarfsaðilar okkar í Genf
Onl'fait,
Ressources Urbaines & Le Geste fyrir gott skipulag og frábærar móttökur!