Vel heppnuð Prjónagleði!

Vel heppnuð Prjónagleði var haldin á Blönduósi 7.-9. júní!
 
Hátíðin í ár var haldin í samstarfi við Húnabyggð en Textílmiðstöð Íslands hélt utan um námskeið og fyrirlestra.
Textílmiðstöð tekur þátt í alþjóðlegu samstarfsverkefni um þessar mundir en það hlaut styrk úr Horizon 2022 áætlun Evrópusambandsins.
 
Tracks4Crafts snýst um að greina þarfir handverksfólks og þróa námskeið. Í verkefninu leggjum við sérstaka áherslu á að skoða prjón og útsaum á Íslandi og er Prjónagleðin því hluti af okkar framlagi.
Á námskeiðum voru lagðir fram spurningarlistar þar sem kannað var m.a. núverandi viðhorf til hefðbundins handverks.
 
Góð þátttaka var í könnuninni og þökkum við námskeiðsþátttakendum kærlega fyrir 🎉🪡🧶