THREADs ("Textile and Habiliment Reuse for the Environment and NPA Area Development") er samstarfsverkefni styrkt af INTERREG. Samstarfsaðilar eru m.a. Kajaani Háskóli í Finnlandi, sem leiðir verkefnið, Háskólann í Boras, Western Development Commission og Technological University of the Shannon (Írland), Remiks Husholdning AS (Noregi) og Textílmiðstöð Íslands.
Verkefnið hefur yfirskriftina "From Design to Disposal" (ísl. ,,frá hönnun til förgunar"). Lögð er áhersla á hvort og þá hvernig er hægt að endurvinna og endurnýta textíl. Jafnframt er skoðað sérstaklega hvað felst í umhverfisvænni textílhönnun. Textílúrgangur er skoðaður sérstaklega, hvernig söfnun er háttað, hvað verður um úrganginn o.fl. Markhópar eru hagsmunaaðilar í sorpstjórnun, neytendur, hönnuðir, handverksfólk, kennarar og fyrirtæki.
Í framhaldinu kynnti forstöðumaður Textílmiðstöðvarinnar, Elsa Arnardóttir, verkefnið á Interreg ráðstefnu (Verkefnastefnumót Norðurslóðaáætlunarinnar) sem haldinn var á Laugarbakka 31. október - 1. nóvember.