Sérfræðingur í vefnaði
Við leitum að vefara sem hefur víðtækan áhuga á vefnaði, jafnt hefðbundnum sem starfrænum. Viðkomandi þarf að kunna hefðbundinn vefnað og hafa áhuga á stafrænum vefnaði, sem honum gefst tækifæri til að læra. Í TextílLabi Textílmiðstöðvarinnar eru tveir stafrænir vefstólar. Starfið er mjög fjölbreytt og viðkomandi þarf að vera tilbúinn til að taka þátt í fjölbreyttum verkefnum s.s. setja upp í vefstól, miðla sinni kunnáttu, taka þátt í innlendum og erlendum samstarfsverkefnum og læra nýja hluti.
Hæfniskröfur:
Starfið er hlutastarf, sveigjanlegur vinnutími en mikilvægt að hafa í huga að álagið er mest í byrjun mánaða.
Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2025.
--------------------------------------------------
Umsjónaraðili TextílLabs
Við leitum að umsjónaraðila í 100% starf til að sjá um að TextílLabið okkar, með það að markmiði að það nái að vera í fararbroddi í nýsköpun og þróun textíls á Íslandi. Textílmiðstöð Íslands opnaði fyrsta TextílLab á Íslandi árið 2021. Það er rými útbúið fjölbreyttum stafrænum tækjum sem tengjast textílvinnslu. TextílLab er opið öllum og býður upp á frábæra aðstöðu til nýsköpunar og þróunar textíls í tengslum við sjálfbærni og hringrásarhagkerfi og mun umsjónarmaður taka þátt í innlendum og erlendum samstarfsverkefnum. Viðkomandi þarf fyrst og fremst að hafa brennandi áhuga á nýsköpun, textíl, tækni og umhverfismálum. Margvísleg tækni menntun nýtist í starfinu svo sem textílverkfræði, iðnfræði, rafeindavirkjun og verkfræði svo eitthvað sé talið.
Hæfniskröfur:
Gerð er krafa um búsetu á svæðinu því að starfið krefst mikillar viðveru.
Umsóknarfrestur er til og með 2. mars 2025.
Nánari upplýsingar um störfin veitir: Elsa Arnardóttir forstöðumaður netfang; elsa@textilmidstod.is
Blönduós er staðsett á Norðvesturlandi í 240 km fjarlægð frá Reykjavík og í 140 km fjarlægð frá Akureyri. Hér er öflug heilsugæsla, leikskóli og grunnskóli og fjölbreytt íþróttastarf fyrir alla aldurshópa. Mikil náttúrufegurð, frábær sundlaug og öflugur golfklúbbur svo eitthvað talið.