Heimsóknir í TextílLab

Intelligent Instruments Lab
Intelligent Instruments Lab

Frá síðustu áramótum hafa m.a. nemendur ásamt kennara  í fatahönnun við Listaháskóla Íslands, nemendur og kennarar í Verkmenntaskólanum á Akureyri komið og unnið í Labinu. Sjálfstætt starfandi fræðafólk Akureyrar- og Reykjavíkur Akademíunnar komu í heimsókn og það gerði einnig starfsfólk Intelligent Instrument Lab, nemendur Húnaskóla, Samtök forstöðumanna bókasafna, Ullarselið, Kvennfélagið Vonin og mastersnemendur á vegum Samtaka ActInArt.  Samstarfsaðilar Textílmiðstöðvarinnar í NORA verkefninu "Wool in the North" sem koma frá Grænlandi, Noregi, Færeyjum og Skotlandi sóttu námskeið og kynntu sér möguleika TextílLabsins í tengslum við framleiðslu úr ull. 

Vinnustofurnar voru margvíslegar, gerðar voru tilraunir með að búa til efni úr þara og matarúrgangi. Búin var til þráður sem leiðir rafmagn og gerðar voru ýmsar útfærslur af raftextíl svo sem hátalarar úr textíl, nemar voru búnir til með því að flosa og þæfa þá í efni. Einnig var gestum kennt að nota stafrænu saumavélina, nálaþæfingarvélina, flosbyssur og stafræna vefstólinn.

Að lokum er gaman að geta þess að þann 10 apríl síðastliðinn var TextílLabið umfjöllunar efni í Landanum.  Tekið var viðtal við umsjónarmann Labsins Margréti Katrínu og hér má sjá upptökuna.

 Takk fyrir komuna öllsömul og komið aftur sem fyrst!

  

                                   LHÍ                                                    Akademían                                                       SFA