- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Æfingarbúðir voru haldnar af Textile-Academy, Fabricademy, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Textílmiðstöð Íslands, Fab Lab Ísland og Framtíðarstofu Tækniskólans í Reykjavík með sérfræðingum sem koma víða að. Þátttakendur voru 30 samtals. Í ferðinni fræddust þau um ull, meðferð á ull og úrvinnslu. Einnig var sýnt hvernig TC2 tölvuvefstóll Textílmiðstöðvarinnar eykur möguleika á úrvinnslu munstra í vefnaði. Ofnar voru prufur upp úr munstrum sem varðveitt eru í Kvennaskólanum bæði á venjulegan vefstól og tölvuvefstól.
Var gerður góður rómur að heimsókninni og kvöddu starfsmenn Textílmiðstöðvarinnar glaða og ánægða gesti sem héldu áfram yfir í Skagafjörð til að heimsækja Gestastofu sútarans og FabLab vinnustofu á Sauðárkróki.