Prófatíð er framundan (eða í gangi nú þegar) og ánægjulegt að geta tryggt að nemendur geta tekið próf í heimabyggð.
Þess má geta að Textílmiðstöð Íslands er með samning við ráðuneyti háskóla, iðnaðar og nýsköpunar og þjónustar nemendur í námi við háskóla sem vilja taka próf í heimabyggð. Sá samningur nær ekki til nemenda í framhaldsskólanámi.
Við viljum minna á að allt skipulag og skráning í próf liggur hjá viðkomandi skóla. Nemendur þurfa að ganga úr skugga um að tölvan er tilbúin í próf skv. kröfum viðkomandi skóla áður en þeir koma til okkar! Tekið er gjald fyrir hvert próf að upphæð 4000 kr. Það er þó aldrei greitt fyrir fleiri en 3 próf á önn. Þetta er gert að höfðu samráði við samstarfsaðila okkar Farskólann miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra.
Vinsamlega millifærið amk deginum áður en prófið er og sendið tölvupóst á textilmidstod@textilmidstod.is þar sem nafn greiðanda kemur fram.
Reikningsnúmerið er 0307 13 127093 - kt. 460712 0410.
Við viljum benda þeim próftökum sem eru að taka próf í Kvennaskólanum á að margþætt starfsemi er í húsinu og ekki alltaf hægt að tryggja að það sé enginn hljóð enda húsið gamalt og hljóðbært. Því viljum við biðja nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hávaða að taka með sér heyrnarhlífar til öryggis.
Vinsamlega látið okkur líka vita ef þið getið ekki mætt t.d. vegna veikinda.