Próf 2022

Ágætu háskólanemendur sem huga að próftöku hjá Textílmiðstöð Íslands og Þekkingarsetri á Blönduósi:

Í viku hófst próftímabilið í Textílmiðstöðinni og mun það standa yfir til miðjan desember. Textílmiðstöð er samstarfsaðili Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og annast prófyfirsetu fyrir nemendur sem eru búsettir á svæðinu og stunda nám t.d við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri. Textílmiðstöð fagnar því að geta veitt nemendum tækifæri til að taka próf í heimabyggð. Við viljum benda á það að nemendur bera sjálfir ábyrgð á að skrá sig í og úr prófum og tilkynna veikindi til viðkomandi skóla.


Sú breyting hefur orðið að nú er tekið gjald fyrir hvert próf að upphæð 4000 krónur. Þetta er gert að höfðu samráði við samstarfsaðila okkar Farskólann miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra. Vinsamlegast millifærið og sendið tölvupóst á textilmidstod@textilmidstod.is þar sem nafn greiðanda kemur fram.
Reikningsnúmerið er 0307 13 127093 og kt. 460712 0410.


Við viljum benda þeim próftökum sem eru að taka próf í Kvennaskólanum á að margþætt starfsemi er í húsinu og ekki alltaf hægt að tryggja að það sé enginn hljóð enda húsið gamalt og hljóðbært. Því viljum við biðja nemendur sem eru viðkvæmir fyrir hávaða að taka með sér heyrnarhlífar til öryggis.