Í sl. viku hófst próftímabilið í Textílmiðstöðinni og mun það standa yfir til miðjan desember.
Textílmiðstöð er samstarfsaðili Farskólinn - miðstöð símenntunar á Norðurlandi vestra og annast prófyfirsetu fyrir nemendur sem eru búsettir á svæðinu og stunda nám t.d við Háskóla Íslands og Háskólann á Akureyri.
Textílmiðstöð fagnar því að geta veitt nemendum tækifæri til að taka próf í heimabyggð. Við viljum benda á það að nemendur bera sjálfir ábyrgð á að skrá sig í og úr prófum og tilkynna veikindi til viðkomandi skóla.