Petter Hellsing í Myndlistaskólanum í Reykjavík, 8.10.2019
Þann 8. október hélt Petter Hellsing textíllistamaður fyrirlestur í Myndlistaskólanum í Reykjavík.
Petter fjallaði um listamannsferil sinn og ræddi við nemendur m.a. um textíl og handverk sem framlengingu af sjálfinu og hvort sú framlenging rofni ef vélar koma á milli listamanns og sköpunar.
Heimsóknin var hluti af ,,Nordic - Baltic scholarship" verkefninu Textíllistamiðstöðvarinnar styrkt af Nordic Culture Point.