- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Nú í vikunni, dagana 6.-10. desember 2021, dvelja hjá okkur 10 nemendur frá Myndlistaskólanum í Reykjavík sem eru á öðru ári í textíl. Framundan er spennandi vika með verklegri kennslu og fróðlegri fræðslu um textílsögu Íslands.
Nemendur fá m.a. kennslu í vefnaði frá hefbundnum til stafræns undir leiðsögn Ragnheiðar B. Þórsdóttur og Guðbjargar Stefánsdóttur og tækifæri til að kynnast tækjakosti og möguleikum á vinnslu textíls í TextílLab undir leiðsögn Margrétar Katrínar Guttormsdóttur.