Námskeið í stafrænum vefnaði

Þátttakendur á námskeiðinu.
Þátttakendur á námskeiðinu.

Dagana 16.-18. ágúst fór fram námskeið í stafrænum vefnaði í TC2 vefstólunum okkar sem eru staðsettir í Textíllabinu. Alls voru 9 þátttakendur frá Íslandi, Svíþjóð, Bandaríkjunum og Noregi. Á námskeiðinu var lögð áhersla á grunnatriði svosem undirbúning í photoshop og að yfirfæra hefðbundinn vefnaðarmunstur yfir í stafrænan vef. Kennarar voru: Ragnheiður Björk Þórsdóttir og Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir.

Námskeiðið gekk mjög vel og afraksturinn var fjölbreyttur og skemmtilegur stafrænn vefnaður eins og sjá má á myndunum hér!