- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Vikuna 20. til 25. nóvember sl. dvöldu nemendur textíldeildar Myndlistaskólans í Reykjavík í Textílmiðstöð Íslands við nám og störf.
Nemendur voru að læra vefnað í október og nóvember sem lauk með því að nemendur lærðu að vefa á stafræna TC2 vefstóla sem eru í Textíl labinu hér á Blönduósi. Alls komu 10 nemendur ásamt kennara sínum, Ragnheiði Björku Þórsdóttur og deildastjóra textíldeildarinnar Völu Sigþrúði Jónsdóttur sem dvöldu hér þessa viku og gistu einnig á Textílmiðstöðinni. Nemendur lærðu einnig á þæfingarvél, stafrænu útsaumsvél og tuftbyssu sem þar eru, og fengu leiðsögn frá Margréti Katrínu Guttormsdóttur, umsjónarmanni Textíl labsins.
Nemendur unnu mjög mikið og uppskáru eftir því og segja má að þær hafi náð ótrúlegum árangri í stafrænum vefnaði á svo stuttum tíma. Heimsókninni lauk seinni partinn á föstudeginum með yfirferð á öllum vefnaði nemenda sl. tvo mánuði og var vinna þeirra mjög fjölbreytt eins og sjá má á myndunum sem hér fylgja með.