Listaháskólinn í heimsókn

Annars árs nemendur á fatahönnunarbraut Listaháskóla Íslands heimsóttu Textílmiðstöðina 15-19. apríl. Nemendur námsbrautarinnar hafa síðustu 10 ár heimsótt miðstöðina til að kynnast textílnum betur, bæði í gengum hinar hefðbundnu handverksaðferðir og hinar nýju og stafrænu. Margir nemendur hafa nýtt sér þekkinguna sem þeir fá og tæknina sem þeir læra áfram í náminu og jafnvel unnið með aðferðirnar í lokaverkefnum sínum úr BA náminu.
 
Dagarnir einkenndust af mikilli tilraunastarfsemi og fengu allir nemendur kennslu í að setja upp munstur í stafræna vefstólinn og vefa, prófuðu útsaumsvélina, þæfingavélina og tuftbyssuna ásamt því að spreyta sig á einföldum vefnaði á hefðbundnum vefnaðarmunstrum. Nemendur (10 samtals) heimsóttu líka ullarþvottastöðina og fengu ull þaðan sem notuð var í fjölbreytta tilraunastarfsemi.
 
Takk kærlega fyrir komuna!