Vinningshafar í samkeppni Textílmiðstöðvar Íslands um jólahúfu með snjalltæki eru:
1. sæti: Gluggagægir / hönnuður Stína Gísladóttir
2. sæti: Bóla og Leiðindaskjóða / hönnuður Kristjana Jónsdóttir
3. sæti: Jólagjöfin / hönnuður Stína Gísladóttir
Gluggagægir Bóla og Leiðindaskjóða Jólagjöfin
Dómnefnd skipuðu;
Elín Sigurðardóttir, forstöðumaður Heimilisiðnaðarsafnsins á Blönduósi, Hulda Brynjólfsdóttir, framkvæmdastjóri Uppspuna og Hafliði Ásgeirsson tæknimaður í Háskóla Íslands.
Við sendum okkar bestu jólakveðjur til allra sem tóku þátt og sérstakar þakkir til dómnefndar og Fab Lab Íslands með óskum um gleðileg jól og farsælt komandi ár. Áfram verður haldið með prjón og raftextíl og vonumst við til að þið takið þátt í jólapeysusamkeppninni að ári!