HönnunarMars: ,,New Directions"

Textílmiðstöð Íslands er þátttakandi á HönnunarMars 2023 og verður með sýningu í Sjávarklasanum 4.-6. maí. Sýningin ,,New Directions" samanstendur af verkefnum nemenda Fabricademy hjá Textílmiðstöð Íslands sem varpa í sameiningu ljósi á hugtakið textíll, hvað textíll er og getur verið. Verkefnin eru fjölbreytt og spanna allt frá klæðnaði sem er ætlað að efla vitund um hjartasjúkdóma, hönnun textíls út frá dansi, endurskoðun á hefðbundinni postulínsmótun með því að nota lífræn efni og gerð snertanlegra og loftfylltra hluta úr íslensku þangi.

Staðsetning: Bakkaskemman hjá Grandi mathöll í Reykjavík (Íslenski Sjávarklasinn)

---------------------- 

Margrét Katrín Guttormsdóttir | Kannar samband dans, streitu og efnis. Markmiðið er að fanga minningu danssins í sjónrænum formum sem gera fólki kleift að endurupplifa streitulosandi hreyfingu danssins.

Alice Sowa | Endurmótar steypuferli postulíns með því að skipta út gifsi og postulíni fyrir staðbundið líf- og úrgangsefni. Innblásin af jöklum Íslands í mótun forma og efniseiginleika.

Emma Ann Shannon | Kannar sambandið milli inntaks og úttaks mannshjartans með því að búa til klæðnað sem skynjar hjarslátt og myndar tónlist út frá honum. Verkefnið miðar að því að skapa samræðu milli klæðanlegrar tækni, parametrískrar hönnunar og hefðbundins handverks til að vekja athygli á hjartasjúkdómum á nýjan og skemmtilegan hátt.

Alberte Bojesen | Rannsakar efniseiginleika þangs, með því að kanna áferð, snertanlega og uppblásanlega þess. Verkefnið miðar að því að búa til gagnvirka hluti til að hefja skynjunar samræður milli þangs og manna. Spyrja spurningar um hvað þang er og getur verið.