,,Heldurðu þræði” 2023

Hér eru þær Freyja Sjöfn og Ragnhildur Hemmert Sigurðardóttir ásamt Huldu Birnu Baldursdóttur (lengs…
Hér eru þær Freyja Sjöfn og Ragnhildur Hemmert Sigurðardóttir ásamt Huldu Birnu Baldursdóttur (lengst til hægri) sem kenndi námskeiðið.
,,Heldurði þræði“ var nýsköpunarnámskeið fyrir frumkvöðla í textíl, haldið af Háskóla Íslands í samstarfi við Textílmiðstöð Íslands. Tíu skipta námskeið voru kennd í fjarkennslu.
 
45 mismunandi verkefni voru skráð á námskeiðin, frá öllu landinu, samtals 60 þátttakendur. Sumir mættu á eitt til tvö námskeið en það voru sex verkefni sem kláruðu og kynntu fyrir dómnefnd. Sem dæmi voru verkefni sem tengdust textíl úr hampi, ull, band úr heybaggaþráðum, pappírsgerð, klæðaverslun úr umhverfisvænum efnum, upplifunarferðamennsku um að bjóða ferðamanninum á vinnustofu eða fræðslu um ullina, byggingarefni úr ull, afurð fyrir náttúrulega litun. Þrjú verkefni urðu hlutskörpust í fjárfestingakynningum og þau voru:
 
  • Klæðaverslun Freyju Sjafnar. Hugmyndin snýr að hún stofni litla verslun staðsett miðsvæðis í Reykjavík. Í henni verður hægt að versla efni sem eru lífræn, endurunnin, umhverfisvæn og endingargóð. Auk þess verður hægt að kaupa umhverfisvæna smávöru ásamt öðrum aðföngum sem þörf er á við saumaskap. Eftirsóknarvert væri einnig að geta boðið upp á efni sem framleidd hafa verið hérlendis úr íslenskri afurð.
  • Pappírsmylan er hugmynd Kristveigar, námskeið í pappírsgerð og vinna list- og handverksvörur úr plöntum sem vaxa á Íslandi. Hægt er að gera pappír úr trefjum  (sem er textíll) nánast hvaða plöntu sem er. Nýta hör, hamp og kerfil. Úr verður náttúrulegt efni (pappír), hanna ýmsar umbúðir, ílát, nytjahluti sem eru alveg sjálfbærir og náttúrulegir.
  • Heyband er hugmynd Raghildar Hemmert Sigurðardóttur. Verkefnið felst í því að finna leiðir til að vinna þetta létta slitsterka efni sem polyethylen þræðirnir í netinu eru gerðir úr til að spinna í þráð ásamt ull og búa til sokkaband eða þráð, sem nota má til að búa til ýmiskonar textíl. Úr verður til hráefni sem eykur mýkt ullarinnar án þess að gefa eftir af hitagefandi eiginleikum hennar.
Við óskum öllum þeim sem tóku þátt til hamingju með afraksturinn!