Heimsókn til Borås

Við erum nýkomnar frá Svíþjóð (nánar tiltekið Borås) vegna fundar í ,,Norðurslóðarverkefninu" Threads!
 
Threads (Þræðir) er þriggja ára verkefni þar sem markmiðið er að draga verulega úr textílúrgangi. Við erum mjög ánægð með samstarfið og allt sem við erum að læra af samstarfsaðilum okkar, um söfnun, flokkun o.s.frv. Samstarfsaðilar okkar eru fyrirtæki, sveitarfélög og háskólar í Finnlandi, Svíþjóð, Noregi og Írlandi.
 
Það var sérstaklega áhugavert að kynnast starfinu í háskólanum í Borås og skoða aðstöðuna. Hún er einstök með mismunandi löbum s.s. fyrir prjón, útsaum, vefnað, stafrænatækni og litun. Við skoðuðum saumastofu XV. production sem leggur áherslu á hringrásarhagkerfið og endurnýtingu textíls.
 
Við heimsóttum líka Sköpunarverið Wargön. Þar hefur til skamms tíma verið unnið með endurvinnslubómullar með því að breyta henni í viskós. Í dag er megin áherslan á að þróa leiðir til að flokka textíl m. a. með gervigreind og nýrri tækni. Jafnframt funduðum við með Norsk/sænska systurverkefninu Tråd sem einnig er styrkt af Norðurslóðaáætluninni.