Fyrirlestur ,,Handens abstraction” - Huglægni handanna

Picture credit: Petter Hellsing
Picture credit: Petter Hellsing

Petter Hellsing er textíllistamaður frá Sviðþjóð og styrkhafi í Textíllistamiðstöðinni í Kvennaskólanum í september og október. Mánudaginn þann 27.10. var boðið upp á hádegisfyrirlestur í Kvennaskólanum þar sem hann sagði frá list sinni og dvöl sinni á Blönduósi.

Petter er áhugasamur um sögu textíls og vefnað en hann vann mikið með íslenskri ull á meðan hann var í listamiðstöðinni: ,,Í list minni hef ég unnið með hlutverk textíls í hversdagsleikanum og sögum sem tengist honum. Saga og menning textíls í samfélaginu hefur lengi verið áhugasvið mitt.”

Fyrirlesturinn for fram á ensku og var styrkt af Nordic-Baltic Mobility Programme. Allir áhugasamir voru velkomnar – súpa & kaffi var í boði hússins og aðgangur ókeypis.