- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Í sumar hefur verkefnisstjóri, Ragnheiður Þórsdóttir, og aðstoðarmaður hennar Guðbjörg Þóra Stefánsdóttir, unnið prufur í tölvuvefstólnum hér á Blönduósi.
Vefnaðarmunstur og kaflamunstur eftir Guðrúnu Jónasardóttur vefnaðarkennara hafa verið unnin í Photoshop forriti og yfirfærð í svo kölluð vefskjöl og ofin í stafrænni útfærslu í margskonar litum og efni (sjá myndir).
Til dæmis hefur kaflamunstur af bekkábreiðu frá 1932, sem er úr elstu bók sem Textílmiðstöð hefur í sinni umsjá, verið ofið í mörgum útgáfum, svo og bindimunstur fyrir bylgjað vaðmál og fleira. Möguleikarnir eru endalausir og mjög skemmtilegt er að sjá hvað þessi nýja stafræna tækni færir okkur!
Verkefnið hlaut styrk frá Tækniþróunarsjóður Rannís árið 2017 og mun leggja grunninn að rannsóknum á sviði vefnaðar í framtíðinni.