Fab City Voices

Í tengslum við Centrinno verkefnið sem Textílmiðstöðin tekur þátt eru fyrirlestar; FabCity Voices og miðvikudaginn 15. febrúar kl. 12:00 mun starfsmaður Textílmiðstöðvarinnar Ragnheiður Björk Þórsdóttir veflistakona og sérfræðingur í vefnaði flytja erindi!
 
 
Ragnheiður mun segja frá því hvernig verið er að þróa Fab City Hub í Textílmiðstöð Íslands sem staðsett er á Blönduósi og mikilvægi vefnaðar á Íslandi í fortíð, nútíð og framtíð. Hún mun einnig segja frá mikilvægi TextílLabsins og hvernig hugmyndin um FCH stuðlar að framtíðarmarkmiðum okkar og framtíðarsýn fyrir 4. stig vefnaðar á Íslandi.
 
Um Ragnheiði: 
Ragnheiður stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1980 – 1984, við John F. Kennedy háskólann 1984 – 1985, Fiberworks Berkeley, Ca. og Háskólann á Akureyri. Hún útskrifaðist með M.Ed., kennslufræði í listkennslu, 2009. Í dag starfar Ragnheidur í hlutastarfi hjá Textílmiðstöðina sem vefnaðarsérfræðingur og leiðbeinandi fyrir TC2, stafræna vefstólinn. Hún er sjálfstætt starfandi kennari, rekur eigin vefnaðarstofu og tekur þátt í sýningum.