Consortium Meeting Copenhagen

Við hjá Textílmiðstöðinni (Blönduósteymið) erum nýkomin heim f frá Kaupmannahöfn þar sem næstsíðasti fulltrúafundurinn í Evrópuverkefninu Centrinno var haldinn.
Samstarfsaðilar okkar í Kaupmannahöfn; Danska Hönnunarmiðstöðin (DDC) og Kaupmannarhafnarborg sýndu okkur borgarhlutann Nordvest þar sem markviss uppbygging er að eiga sér stað til þess að gera hverfið vænleg til búsetu.
 
Hverfið er fyrrum iðnaðarsvæði og hefur verið í niðurníslu síðan margvíslegum iðnaði og þjónustu hefur verið hætt eða flutt annað. Mikið atvinnuleysi er meðal íbúanna og til að bæta stöðu þeirra á vinnumarkaði er íbúum boðið uppá margvísleg námskeið. FabLab hefur verið opnað og kaffihús þar sem áður var rekið bifvélaverkstæði svo dæmi sé tekið.
 
Þessi þriggja daga ráðstefna endaði síðan með fundi í ráðhúsi Kaupmannahafnar þar sem sköpuðust áhugaverðar umræður við fulltrúa borgarinnar um pólitískar áherslur og stuðning stjórnvalda, nýsköpun, uppbyggingu og innleiðingu á nýrri þekkingu.
 
Við þökkum kærlega fyrir okkur!