- Um okkur
- Textílmiðstöð
- Ós Textíllistamiðstöð
- TextílLab
- Fabricademy
- Vefverslun
Frá 5-7 mars eru nemendur frá College of the North Atlantic í heimsókn hjá okkur. Skólinn er staðsettur á nokkrum stöðum á Nýfundnalandi og Labrador í Kanada en textíl- og fatahönnunardeild skólans er tveggja ára nám staðsett í St. John's. Nemendur læra tækni sem byggir á efnis-, yfirborðs- og fatahönnun.
Hópurinn sem heimsækir Textílmiðstöðina eru annars árs nemendur sem eru núna á síðasta ári í náminu og einbeita sér að lokaverkefnum sínum sem þau munu sýna í sumar.
Á Blönduósi sóttu þau námskeið í hefðbundnu handverki (prjón og spuna), fræddust um sögu textíls á Íslandi og heimsóttu TextílLab, sauðfjárbú, ullarþvottahúsið Ístex og Heimilisiðnaðarsafnið.